Greatest Expectations

Friday, September 05, 2008

Mikið að skoða

Jæja, smá blogg. Búin að vera svo busy að túristast að ég hef bara ekki haft tíma til að blogga, síðan er svo heitt úti að maður er svo dasaður og tímaruglaður að ég steinsofna alltaf um leið og ég kem inn á hótel (alveg sama á hvaða tíma sólarhringsins). Var til dæmis að vakna núna um kvöldmat, kom heim klukkan 4 í eftirmiðdaginn og bara steinsofnaði ofan á rúmteppinu í 2 tíma. Opnaði tölvuna, tekur ca 1mín að starta sér, en nei, þá var ég bara sofnuð. Er að pakka fyrir heimferð ... sjáumst heima.

Wednesday, September 03, 2008

Úrslit

Jæja þá liggja úrslitin fyrir og ég vann ekki, þetta er auðvitað allt út af politík, sú sem vann er nemandi við háskólann sem hélt ráðstefnuna. Hins vegar komu 2 aðilar og sögðu mér í óspurðum fréttum að pappírinn minn væri bæði betri en sá sem vann student keppnina og sá sem vann aðalkeppnina, líklegast verið of margir japanir í nefndinni, en svona er lífið, tek þetta bara næst!!

Monday, September 01, 2008

Busy busy

Enginn tími til að blogga svona á milli fyrirlestra, bara smá tilkynning .... Best Student Paper Nomination takk fyrir, úrslit á morgun. Ég og 2 aðrir finalists. Krossa nú putta fyrir mig, meira á morgun ... over and out.

Sunday, August 31, 2008

Tokyo Tokyo

Jæjæ ætli maður taki ekki bara upp þráðinn og bloggi í Tokyo.
Ferðin gekk vel og ég er komin á hótel númer 2. Tók þvílíkan túrist á þetta og tók lestina frá flugvellinum og niður í bæ. Skv. leiðbeiningum frá hóteli 1 þá á maður að taka lestina á aðallestarstöðina og svo leigubíl þaðan en ég auðvitað þóttist veraldarvanari en það að þurfa einhvern taxa til að lóðsa mig restina af leiðinni þannig að ég skipti úr lest í metro á leiðinni og fór á lestarstöðina sem var þarnæst hótelinu. Rosa fegin að hafa ekki farið á lestarstöðina sem ég ætlaði á fyrst því þá hefði ég þurft að draga töskuna mína upp á fjall til að komast á hótelið. Stóð mig vel í að spyrja til vegar á japönsku, annars hefði ég aldrei fundið þetta. Hótelið var Traditional Japanese Inn, sem ég mundi segja að væri í klasa svona einhversstaðar á milli hótels og hostels. Engar myndir því miður, gleymdi myndavélarsnúrunni heima ... arggg.
Maður þurfti að fara úr skónum við útidyrnar, þar var búið að merkja mér skóhillu svona eins og í leikskóla og ég fékk inniskó. Maður má labba um allt á inniskónum nema ekki fara á þeim inn í herbergi, skilja þá eftir fram á gangi. Síðan þegar maður fer á klósettið þá þarf maður að skipta úr sínum inniskóm og yfir í pissu inniskó sem voru í alvöru merktir TOILET. Niðrí kjallara var svo sturtuaðstaða og heitur pottur, þar var ætlast til að maður sitja á einhverjum plastkolli á meðan maður sturtar sig, sturtuhausinn náði ca meter upp í loft, kom samt alveg á óvart hvað það var notalegt, fæ mér kannski svoleiðis í sturtuna þegar ég kem heim :).
Hótelið í miðju íbúðarhverfi og ekki mikið um að vera, endaði á að borða mcDonalds í kvöldmatinn í gær :) Lenti í svaka rigningu á leiðinni til baka og sem betur fer var ég með regnhlíf þannig að ég var nokkuð þurr fyrir ofan mitti, buxurnar mínar voru svo blautar upp að hnjám (já ég veit taka minni skref til að vera undir regnhlífinni) að þær eru ekki þornaðar núna 16 tímum seinna.
Síðan var checkout klukkan 10 (check búin að prófa að sofa á gólfinu, farin í western comfort) og ég pakkaði draslinu mínu og hélt niður fjallsbrekkuna í hina lestarstöðina og dröslaði draslinu mínu á hótel 2. Þar var auðvitað ekki checkin fyrr en klukkan 3 svo ég skildi töskuna eftir og fór á röltið. Japanskan mín alveg að gera sig í matarpöntunum og spyrja til vegar. Tók þvílíkan göngutúr hérna í borginni, fann ráðstefnuhöllina án þess að vera með kort (ýmislegt hægt að gera þegar maður hefur 5 tíma til að spenda!!), skoðaði Imerial Palace ofl.
Nýja hótelið er yndislegt og er sko hótel (snobb snobb) þó svo að herbergið sé með því minna sem ég hef séð (lesist 10 fm) með þessu fínasta privat baðherbergi. Yndislega tæknilegt klósett með allskonast stillingum !!!! Ég er búin að stilla hitann sem ég vill hafa á setunni og .... já ég prófaði alla hina takkana líka, uhmmmm soldið spes say no more!!. Allavega, farin út í skoðunarferð og að leita að myndavélasnúru, ómögulegt að blogga án mynda. Blogga vel næstu daga. Ja-mata þangað til.

Wednesday, April 04, 2007

Only in Iceland !!

We (icelanders) are often proclaimed to talk about the weather alot and it's so true and there is no mistery why, everchanging weather with no fixed points or stability! I remember snow on June 25th and I remember summer weather in January.
I was reading the newspaper yesterday that a "heatwave" has hit the east of the country with heat at or about 20°C everybody sitting outside at the cafes enjoying the sun (totally newsworthy stuff :)). This morning on the way to school I am listening to the news and hear that in the same area a big ferry broke loose due to bad weather last night :/

Sunday, March 25, 2007

Still productive?

Yes ... so extremely productive (should read busy) that I dont have time to blog. Presentation, exam and report due next week and a well deserved nervous breakdown (hopefully) when everything is over.

Over and out until April.

Wednesday, March 07, 2007

Awsomly productive !!

Yes I am, arn't I, just look at the picture !!!


All the mac stuff is white, there is the mac mouse in my hand and the white mac keyboard and you can just barely see the corner of the mac screen.
Then all the PC stuff is black, there is the red wheeled mouse on the left side and the keyboard and then I use the laptop screen. Operting 2 mice at the same time seems to be no problem :) but I still find that not being able to work my eyes independently of each other has become the bottleneck :)